Scroll Top

Algengar spurningar

Siglingar hefjast í byrjun apríl og siglt er til loka október eða eins og veður leyfir. Vetrarferðir hefjast í desember fram í mars. Til að sjá hvaða tímar eru í boði hvern dag þarf að velja bóka og þá koma upp lausir tímar sem í boði er á tilteknum degi. Á háönn er siglt frá 9:30-17:30. Veitingastaðurinn er opinn allt árið um kring yfir daginn.

Heildartími siglingar með undirbúningi tekur um 75-95 mínútur, þar af er siglingin sjálf 45 mínútur.

Heildartími vetrarferðar með undirbúningi er um 60-75 mínútur.

Við mælum með að bóka ferðir fyrirfram yfir háannatíma ef þú vilt forðast bið. Við erum hins vegar oftar en ekki líkleg til að koma þér að áður en langt um líður ef þú mætir á staðinn og vilt bóka á staðnum.

Aldurstakmark í siglingarnar okkar er 5 ára. Aldurstakmark í vetrarferðirnar er 16 ára.

Ferðin er flokkuð sem auðveld. Frá þjónustubyggingunni er 5-7 mínútna ganga á malarstíg yfir að lóninu aðra leið. Fólk þarf að geta setið óstutt og upprétt í bátnum í 45 mínútur á meðan á siglingu stendur. Siglingin er mjúk og róleg og hentar því flestum.

Við mætingu færðu afhenta hlýja vatnshelda úlpu. Gott getur verið að vera í þægilegum skóm og hafa vettlinga og húfu meðferðis og svo auðvitað myndavélina. Við mælum alltaf með því að fólk búi sig miðað við veðurspá og árstíma.

Við komu er þér afhent hlý flotúlpa og björgunarvesti. Börn fá hlýjan heilgalla og björgunarvesti.

Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Suðausturlandi rétt við þjóðveg 1. Google maps og já.is eru með gott kort af svæðinu. Sláðu inn Fjallsárlón til að fá upp nákvæma staðsetningu. Einnig er stórt skilti við þjóðveginn sem vísar þér að þjónustubyggingunni um 500 metra frá aðalveginum.

Öryggi gesta okkar er algjört forgangsatriði. Starfsfólk okkar er vel þjálfað með góða reynslu af því að sigla meðal ísjaka og að inn að jökli. Siglingin er róleg og getur fólk því notið ferðarinnar áhyggjulaust.

Veitingastaðurinn Frost er rekinn samhliða ferðum. Daglega er boðið uppá ljúffengan og fjölbreyttan mat.

Á Fjallsárlóni er eingöngu notast við litla zodiac báta með hámark tíu manns um borð. Í litlum bát getur þú forðast fjöldann sem og siglt nær ísjökunum og upp að jökli. Það er alltaf siglt upp að jökulstálinu á Fjallsárlóni en skriðjökullinn Fjallsjökull er einkar tilkomumikill þar sem hann skríður niður af hæsta fjalli landsins Öræfajökli. Upplifunin verður því einstök og persónuleg þar sem tækifæri gefst til að spyrja leiðsögumann ýmissa spurninga.

Í hefðbundinni siglingu bókar þú þig í ferð með öðrum gestum. Í einkasiglingu þá hefur þú bátinn eingöngu fyrir þig, allt að tíu manns. Í einkasiglingu skapast meiri sveigjanleiki á að verða við séróskum í ferðinni, hvert er siglt með tilliti til áhugasviðs og myndefnis. Einkasiglingar hafa verið vinsælar hjá einstaklingum, fjölskyldum og litlum hópum sem og hjá þeim sem eru að fagna sérstökum áföngum í lífinu.

Er nema von þú spyrjir! Atriði úr Game of Thrones voru tekinn upp á Fjallsárlóni fyrir nokkrum árum. John Snow hefur verið á lóninu en verður sennilega ekki á svæðinu þegar þú mætir 😊

Fjallsarlon Iceberg Boat Tour Iceland

This will close in 0 seconds