Klassísk sigling
Upplifðu ævintýralega siglingu á sanngjörnu verði
Klassíska siglingin okkar er vinsælasta ferðin okkar!
Ferðalýsing
Við mætingu verður þér afhentur hlýr, regnheldur flotjakki ásamt björgunarvesti. Einn af leiðsögumönnum okkar mun svo ganga með þér í gegnum fallegt landslag að lóninu og bátnum. Við tekur ógleymanleg sigling um Fjallsárlón, þar sem siglt er á meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í kyrrð og ró og bylta sér og snúa.
Siglt er upp að „stálinu“ jökulvegg Vatnajökuls þar sem fólk áttar sig sannarlega á smæð sinni. Þeir sem vilja fá tækifæri til að smakka fornan ísinn. Leiðsögumenn okkar sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins.
Lengd ferðar
75-90 mínútur
45 mínútna sigling
Verð
9.300 Fullorðnir
4.600 börn (5-15)
Siglt er
Apríl – Október
Erfiðleikastig
Auðvelt (5-7 mínútna gangur að bát)
Fjöldi í bát
Hámark 10 manns í bát
Veitingahús á staðnum
Heitur matur & léttir réttir
Book your boat tour
Loading...