Scroll Top

Um Fjallsárlón

Fjallsárlón er ein af fallegustu náttúruperlum Íslands. Fjallsárlón er minna þekkt en Jökulsárlón en er þó jafn stórfenglegt heim að sækja. Færri ferðamenn eru við og á strönd Fjallsárlóns sem gerir alla upplifun persónulegri. Nálægðin við snarbrattan Fjallsjökull og fallegan fjallsgarðinn skapa stórkostlegt útsýni.
Siglingar á Fjallsárlóni hófust árið 2013 þegar heimamenn stofnuðu fyrirtækið. Í dag starfar fjölbreyttur hópur hjá fyrirtækinu, Íslendingar sem og fólk sem kemur víðsvegar að úr heiminum en eiga það sameiginlegt að deila ástríðu fyrir íslenskri náttúru.

Starfsemin

Jökullón siglingar á Fjallsárlóni hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Siglt er daglega frá morgni til kvölds. Þegar vetrar frýs lónið og siglingarnar leggjast í dvala.
Veitingastaðurinn Frost er opinn allt árið um kring þar sem hægt er að gæða sér á léttum veitingum fram eftir degi.

Útsýnið

Kraftar jökulsins og íslensk veðrátta hafa mótað stórbrotið landslag Fjallsárlóns í gegnum aldirnar. Ísjakar í ýmsum formum, stærðum og litum fljóta um í kyrrð og ró og bylta sér fram og til baka. Fjölbreytileiki lónsins og óviðjafnanlegt útsýnið skapa ljósmyndatækifæri við hvert sjónmál.

Útsýnið

Kraftar jökulsins og íslensk veðrátta hafa mótað stórbrotið landslag Fjallsárlóns í gegnum aldirnar. Ísjakar í ýmsum formum, stærðum og litum fljóta um í kyrrð og ró og bylta sér fram og til baka. Fjölbreytileiki lónsins og óviðjafnanlegt útsýnið skapa ljósmyndatækifæri við hvert sjónmál.

Einstök upplifun

Á Fjallsárlóni er siglt daglega á fáeinum zodiac bátum sem gerir alla upplifun persónulegri. Jökullónið er síbreytilegt og í stöðugri mótun, því er hver og ein sigling einstök. Gríptu tækifærið og upplifðu ósnortna náttúru, kyrrð og magnþrungið landslag í ævintýraferð með okkur.

…it’s much smaller than Jökulsárlón Glacier Lagoon, but it is more intimate and you feel more involved with the surroundings. It is truly impressive and beautiful.

Watch video

A quick video says more than 1000 words.

Fjallsarlon Iceberg Boat Tour Iceland

This will close in 0 seconds