Scroll Top

ALMENNIR SKILMÁLAR

Ef ferðaáætlanir breytast þá getum við breytt dag- eða tímasetningu án aukakostnaðar. Einnig endurgreiðum við ferð að fullu miðað við eftirfarandi skilmála.

AFBÓKANIR

Afbókun sem berst 48 klukkustundum eða meira fyrir áætlaða ferð er endurgreidd að fullu.
Afbókun sem berst minna en 48 klukkustundum fyrir ferð fæst ekki endurgreidd. Við getum hins vegar breytt dag- og tímasetningu.

BREYTINGAR

Ef þú þarft að breyta bókun um 48 klukkustundum fyrir ferð þá vinsamlegast hafðu samband með tölvupósti á info@fjallsarlon.is. Ef þú þarft að breyta dag- tímasetningu með styttri fyrirvara, innan 24 klukkustunda þá vinsamlega hafðu samband í síma +354 666 8006.
Öll útivist er háð veðurskilyrðum, á Íslandi getur veður breyst nokkuð hratt. Ef svo ólíklega vill til að það þurfi að flýta ferðum, seinka eða aflýsa þeim vegna veðurs bjóðum við fulla endurgreiðslu. Vinsamlegast athugið að við getum einnig fært ferðina ef sá kostur hentar.

ÁHÆTTA

Öll útivist, sem og jökullón ferðir, fela í sér áhættu. Einstaklingar bera ábyrgð á eigin gjörðum og er skylt að fara að fyrirmælum leiðsögumanns á meðan ferð stendur. Fyrirtækið ber því ekki ábyrgð á slysum sem verða af völdum gesta sem rekja má til athafna eða orsakast af þáttum sem eru utan mannlegrar stjórnunar, ófyrirséðar aðstæður (Force Majeure).
Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á eignatjóni sem gestir kunna að verða fyrir, fyrir, á meðan eða eftir ferðir. Gestum ber skylda til að upplýsa leiðsögumann um veikindi eða meiðsli sem gætu haft áhrif á ferðina á einhvern hátt áður en lagt er af stað. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að meina farþegum aðgang að ferð ef leiðsögumaður telur farþega ekki geta tekið þátt af einhverjum ástæðum.

BÓKANIR

Skilmálar þessir lúta að íslenskum lögum. Með því að bóka ferð með fyrirtækinu samþykkir þú þessa skilmála og skilyrði, skilur þýðingu þeirra og tekur ábyrgð á þátttöku þinni.

Fjallsarlon Iceberg Boat Tour Iceland

This will close in 0 seconds